Hreyfitilboð

Vefjagigtarjóga

Hefst: 09. janúar 2017Lýkur: 12. maí 2017

property[@name='activityName']
  • Svæði:110
  • Í umsjón:astabard@simnet.is, astabard@simnet.is,
  • Verð (frá):7.000 kr. á mánuði
  • Frír prufutími:

Vefjagigtarjóga er sniðið að þörfum þeirra sem glíma við vefjagigt eða annars konar gigt og stirðleika. Hver tími samanstendur af þjálfun í jógastöðum, öndunaræfingum, einbeitingu og djúpri slökun. Gerðar eru jógaæfingar sem hæfa hverjum og einum. Þær liðka, styrkja, teygja og koma hreyfingu á blóðflæðið. Rík áhersla er lögð á öndunaræfingar, æfingar í núvitund og að læra slökun.

  • Tímasetning:
    Mánudaga 16:30-17:40
  • Skráningar krafist:
  • Leiðbeinandi

    • property[@name='instructorName']Ásta Bárðardóttir
      astabard@simnet.is
      8448588
      http://jogajord.is
      Ásta Bárðardóttir jógakennari er menntaður kennari frá KHÍ. Hún stofnaði Jóga Jörð í janúar 2009. Ásta lauk jógakennaranámi frá Jógakennaraskóla Kristbjargar Kristmundsdóttur árið 2003. Nú kennir hún klassískt jóga, jóga gegn streitu, djúpslökun og vefjagigtarjóga í samvinnu við Styrk Sjúkraþjálfun að Höfðabakka 9. Síðastliðin ár hefur Ásta farið til Indlands og til USA tvisvar á ári til að dýpka jógaástundunina. Hún hefur einnig stundað nám hjá Richard Miller PhD í irest yoga nidra djúpslökun og hugleiðslu . Hún kenndi jóga og djúpslökun fyrir Þraut endurhæfingu í árabil, eldri borgurum jóga í stólum, hefur verið með sumarjóga fyrir krakka með skemmtilegum þrautum og leikjum s.l. sumur og á vetrum krakka- og unglingajóga. Þá hefur hún kennt starfsfólki Háskólans í Reykjavík jóga í mörg ár. Að auki hefur hún unnið smærri tímabundin verkefni á vinnustöðum fyrir ýmsar stofnanir og fyrirtæki. 

    Í umsjón

    • Jóga Jörð
      astabard@simnet.is
      8448588
      Klassískt jóga fyrir alla aldurshópa. Vefjagigtarjóga líka ætlað stirðum og verkjuðum. Djúpslökun, jóga nidra og hugleiðsla. Byrjendajóga. Krakka- og unglingajóga.
      http://jogajord.is
      Skógarás 4
  • Skráningu lýkur þann :
    12. maí 2017