Hreyfitilboð

Framhaldsjóga

Hefst: 09. janúar 2017Lýkur: 12. maí 2017

property[@name='activityName']
  • Svæði:110
  • Í umsjón:astabard@simnet.is, astabard@simnet.is,
  • Verð (frá):7.000 kr. á mánuði
  • Frír prufutími:

Í framhaldsjóga er rík áhersla lögð á öndun þegar verið er í jógastöðum og vakandi athygli er beint að líkama, huga og tilfinningum. Þannig öðlumst við betri líkamsvitund og meðvitund um tilfinningar og huga og lærum að þekkja okkur sjálf betur. Við verðum umburðalyndari gagnvart okkur sjálfum og öðrum lærum að taka á móti áreiti með jafnaðargeði og öðlumst stillingu og hugarró.

  • Tímasetning:
    Þriðjudaga 17:30-18:40
    Fimmtudaga 17:30-18:40
  • Skráningar krafist:
  • Leiðbeinandi

    • property[@name='instructorName']Ásta Bárðardóttir
      astabard@simnet.is
      8448588
      http://jogajord.is
      Ásta Bárðardóttir jógakennari er menntaður kennari frá KHÍ. Hún stofnaði Jóga Jörð í janúar 2009. Ásta lauk jógakennaranámi frá Jógakennaraskóla Kristbjargar Kristmundsdóttur árið 2003. Nú kennir hún klassískt jóga, jóga gegn streitu, djúpslökun og vefjagigtarjóga í samvinnu við Styrk Sjúkraþjálfun að Höfðabakka 9. Síðastliðin ár hefur Ásta farið til Indlands og til USA tvisvar á ári til að dýpka jógaástundunina. Hún hefur einnig stundað nám hjá Richard Miller PhD í irest yoga nidra djúpslökun og hugleiðslu . Hún kenndi jóga og djúpslökun fyrir Þraut endurhæfingu í árabil, eldri borgurum jóga í stólum, hefur verið með sumarjóga fyrir krakka með skemmtilegum þrautum og leikjum s.l. sumur og á vetrum krakka- og unglingajóga. Þá hefur hún kennt starfsfólki Háskólans í Reykjavík jóga í mörg ár. Að auki hefur hún unnið smærri tímabundin verkefni á vinnustöðum fyrir ýmsar stofnanir og fyrirtæki. 

    Í umsjón

    • Jóga Jörð
      astabard@simnet.is
      8448588
      Klassískt jóga fyrir alla aldurshópa. Vefjagigtarjóga líka ætlað stirðum og verkjuðum. Djúpslökun, jóga nidra og hugleiðsla. Byrjendajóga. Krakka- og unglingajóga.
      http://jogajord.is
      Skógarás 4
  • Skráningu lýkur þann :
    12. maí 2017