Hreyfitilboð

Þol- og styrktarþjálfun í vatni

Hefst: 02. júní 2016Lýkur: 30. júní 2016

property[@name='activityName']
  • Svæði:200
  • Í umsjón:raes, raesehf@gmail.com,
  • Verð (frá):14.000 kr. á mánuði
  • Frír prufutími:
  • Áreynslustig:Meðal
  • Inni/úti:Utandyra
  • Tegund hreyfingar:Þol/þrekþjálfun 
  • Aldur:Fullorðnir  Eldri borgarar 
  • Kyn:Konur og Karlar
  • Breyta upplýsingumTil baka

Vatn er kjörið umhverfi til æfinga, því þéttni þess er 700 x meiri en andrúmslofts, sem auðvelt er að nýta við þjálfun. Æfingarnar auka vöðvastyrk og vöðvajafnvægi, afköst hjarta- og æðakerfisins, minnka álag á þungberandi liðamót, bæta líkamssstöðu og styrkir kviðvöðva, auka liðleika og samhæfingu og brennslu. Til að auka álagið þá eru notuð áhöld: flotvesti, frauðlóð, hanskar, núðlur og fótaspaðar, allt við hæfi. Áhrif æfinganna má best lýsa með eftirfarandi umsögn Margrétar Hreinsdóttur: "Eins og margar ykkar vita átti ég að fara í hnjáliðaskipta aðgerð næsta mánudag en ég er búin að bíða í þau tvö ár sem ég hef verið í þjálfun í vatni. Ég fór loks í innskrift í dag. Allt var í góðu standi þar til kom að lækninum sem ætlaði að gera aðgerðina. Hann vildi gera loka mælingu á hnénu. Jú hnéð er með slit en liðleikinn er svo góður að hann taldi ekki ástæðu til að skipta um liðinn og sendi mig heim með þeim orðum að ég ætti að reyna að laga bólgurnar og komda eftir ár eða tvö. Ég er þakklát fyrir þessa þjálfun."

  • Tímasetning:
    Mánudaga 17:00-17:45
    Fimmtudaga 17:00-17:45
  • Stakar dagsetningar:
    Einnig mánudaga og fimmtudaga kl. 15
  • Skráningar krafist:
  • Leiðbeinandi

    Í umsjón

    • Ræs 45+!
      raesehf@gmail.com
      6963349/5544904
      Ræs 45+ ! hefur í boði þrek- og þolþjálfun í vatni í Sundlaug Kópavogs (vesturbæ). Þjálfari er Helga Guðrún Gunnarsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur frá HÍ. Hún hefur sérhæft sig í þjálfun eldri aldurshópa (45+) með áherslu á æfingar í vatni, en æfingar í vatni eru afar áhrifaríkar bæði fyrir fólk með stoðkerfis-, gigtar- og þyngdarvandamál en einnig fyrir fólk sem kýs að byggja upp þol- og styrk á mjúkan og öruggann hátt. Þjálfunarálag hentar öllum vegna þess að eiginleikar vatns auðvelar að einstaklingsmiða æfingar. Þjálfað er í útisundlauginni.
      http://https://www.facebook.com/Þjálfun-%C3%AD-vatni-831694043558064/
      Hófgerði 15
  • Skráningu lýkur þann :
    02. júní 2016