Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2017

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið sunnudaginn 18.júní nk. í 28. skipti. Undirbúningur er í fullum gangi og verður hlaupið víðsvegar um landið að vanda. 

Á síðasta ári komu um 12 þúsund hlauparar á öllum aldri saman á 91 hlaupastað innanlands og erlendis. Fjölmennustu hlaupin eru í Garðabæ, Mosfellsbæ og Akureyri en hægt verður að finna upplýsingar um alla hlaupastaði þegar nær dregur hlaupinu. 

Nánari upplýsingar um Kvennahlaupið má finna á heimasíðu hlaupsins og Facebook-síðu þess.