Hreyfitilboð

Djúpslökun (jóga nidra hugleiðsla) með léttum teygjum og öndunaræfingum

Hefst: 09. janúar 2017Lýkur: 12. maí 2017

property[@name='activityName']
  • Svæði:110
  • Í umsjón:astabard@simnet.is, astabard@simnet.is,
  • Verð (frá):7.000 kr. á mánuði
  • Frír prufutími:

Sú tegund af djúpslökun (jóga nidra) sem kennd er í Jóga Jörð hefur verið þróuð síðustu 26 árin af Richard Miller sem er doktor í klíniskri sálfræði, fræðimaður í jógískum fræðum, rithöfundur og rannsakandi. Hann hefur hjálpað fólki með þráláta verki, svefnleysi, kvíða, streitu, þunglyndi og áfallastreituröskun og komist að því með rannsóknum að jóga nidra gefur góðan árangur gegn slíkum kvillum.Í jóga nidra er legið á dýnu í hvíldarstellingu eða setið á stól með teppi vafið um sig í þægilegu umhverfi. Gefin eru ákveðin fyrirmæli sem slaka á líkama, huga og tilfinningum. Síðan er unnið með skynjun í núvitund á kerfisbundin hátt með það að markmiði að hjálpa þátttakendum að upplifa undirliggjandi frið sem er alltaf til staðar í lífsins ólgu sjó. Leitast er við að gera neikvæðar tilfinningar og hugsanir óvirkar eða hlutlausar og upplifa kyrrð og sætti.

  • Tímasetning:
    Miðvikudaga 17:30-18:40
  • Skráningar krafist:
  • Leiðbeinandi

    • property[@name='instructorName']Ásta Bárðardóttir
      astabard@simnet.is
      8448588
      http://jogajord.is
      Ásta Bárðardóttir jógakennari er menntaður kennari frá KHÍ. Hún stofnaði Jóga Jörð í janúar 2009. Ásta lauk jógakennaranámi frá Jógakennaraskóla Kristbjargar Kristmundsdóttur árið 2003. Nú kennir hún klassískt jóga, jóga gegn streitu, djúpslökun og vefjagigtarjóga í samvinnu við Styrk Sjúkraþjálfun að Höfðabakka 9. Síðastliðin ár hefur Ásta farið til Indlands og til USA tvisvar á ári til að dýpka jógaástundunina. Hún hefur einnig stundað nám hjá Richard Miller PhD í irest yoga nidra djúpslökun og hugleiðslu . Hún kenndi jóga og djúpslökun fyrir Þraut endurhæfingu í árabil, eldri borgurum jóga í stólum, hefur verið með sumarjóga fyrir krakka með skemmtilegum þrautum og leikjum s.l. sumur og á vetrum krakka- og unglingajóga. Þá hefur hún kennt starfsfólki Háskólans í Reykjavík jóga í mörg ár. Að auki hefur hún unnið smærri tímabundin verkefni á vinnustöðum fyrir ýmsar stofnanir og fyrirtæki. 

    Í umsjón

    • Jóga Jörð
      astabard@simnet.is
      8448588
      Klassískt jóga fyrir alla aldurshópa. Vefjagigtarjóga líka ætlað stirðum og verkjuðum. Djúpslökun, jóga nidra og hugleiðsla. Byrjendajóga. Krakka- og unglingajóga.
      http://jogajord.is
      Skógarás 4
  • Skráningu lýkur þann :
    12. maí 2017