Ráðleggingar

ALLIR ÞURFA AÐ HREYFA SIG - ÓHÁÐ HOLDAFARI

Með þessu er átt við að hreyfingin sjálf og þær aðstæður sem hún er stunduð við hafi ekki aðeins jákvæð áhrif á líkamlega getu og líðan heldur stuðli hún einnig að andlegri og félagslegri vellíðan.

Mikilvægast er takmarka þann tíma sem varið er í kyrrsetu og velja sem fjölbreyttasta hreyfingu í samræmi við getu og áhuga hvers og eins.

Raunhæf markmiðasetning, hæfilegur stígandi í álagi og góð líkamsbeiting eru dæmi um atriði sem einkenna hreyfingu sem heilsurækt. Óraunhæfar væntingar, of mikið álag og röng líkamsbeiting stuðla hins vegar að meiðslum og vanlíðan.