Leiðbeiningar fyrir þjónustuaðila

Allir þjónustuaðilar sem vilja skrá hreyfingu á Hreyfitorg byrja á því að nýskrá sig inn í kerfið og í framhaldinu leiðir kerfið viðkomandi áfram þar til hreyfitilboð hefur verið skráð. Hreyfitilboð birtist síðan á síðunnu þegar umsóknin hefur verið yfirfarin og samþykkt. Þjónustuaðili fær tölvupóst um að hreyfitilboð sé virkt á síðunni. 

I. Umsókn um aðgang að Hreyfitorgi
Fyrsta skrefið er að sækja um aðgang til innskráningar á Hreyfitorg. Farið er neðst á forsíðu Hreyfitorgs og í NÝSKRÁNING. Þá kemur upp skráningarsíðan Grunnupplýsingar.  Fyllið skilmerkilega inn umbeðnar upplýsingar og athugið að kynna ykkur vel skilmála Hreyfitorgs neðst á síðunni.

* Þjónustuaðili
Hér á að skrá almennar upplýsingar um félagið/fyrirtækið. Í LÝSING skal í stuttu máli gera grein fyrir því starfi og þjónustu sem þjónustuaðili býður upp á.

 Dæmi um lýsingu á þjónustuaðila
Sólin er íþróttafélag sem er aðili að Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Félagið býður upp á æfingar í sundi, badminton, júdó og knattspyrnu fyrir allan aldur. Hjá félaginu starfar einnig öflug almenningsíþróttadeild sem er með fjölbreyttar æfingar fyrir fullorðna.
* Tengiliður  þjónustuaðila

Er sá einstaklingur sem fær fyrstur aðgang að heimasvæði þjónustuaðila á Hreyfitorgi og er sá sem umsjónaraðili Hreyfitorgs hefur samband við ef eitthvað er. Ef þjónustuaðili er t.d. einyrki er heimilt að skrá sama nafn og tölvupóstfang fyrir þjónustuaðila og tengilið.

  • Þegar búið er að fylla út allar umbeðnar upplýsingar er smellt á SKRÁ.

 Smellið hér til að sækja um aðgang að Hreyfitorgi.

 II.  Skráning hreyfitilboða og umsjón vefsvæðis þjónustuaðila

Áður en hreyfitilboð er skráð þarf að skrá leiðbeinananda sem er umsjónaraðili hreyfitilboðs og tengiliður við umsjónaraðila síðunnar. Í framhaldi af þessu er farið í að skrá hreyfitilboð. Þegar hreyfitilboð hefur verið yfirfarið og samþykkt fær þjónustuaðili tölvupóst því til staðfestingar að hreyfitilboðið sé virkt á síðunni. 

1.    Skráning leiðbeinanda
Fyrsta skrefið er að skrá einn eða fleiri leiðbeinendur inn í kerfið. En síðar í ferlinu þarf að tengja einn eða fleiri leiðbeinendur við hvert hreyfitilboð. Annars birtast hreyfitilboðin ekki á vefnum.

  • Skráið inn umbeðnar upplýsingar og veljið VISTA eða veljið VISTA OG SKRÁ NÝJAN ef skrá á fleiri en einn leiðbeinanda.

3.    Skráning hreyfitilboða
Þegar tengiliður hefur skráð einn eða fleiri leiðbeinendur í kerfið er næsta skref að skrá hreyfitilboð

  • Fyllið inn umbeðnar upplýsingar. Vandið innskráninguna og auðveldið þannig notendum að finna og velja sér þjónustu í samræmi við sínar þarfir og væntingar. Það er allra hagur.
Hvað er beðið um? Gott að hafa í huga við skráningu
Virkt tilboð Hreyfitilboð birtist ekki á vefnum fyrr en þessi reitur er valinn OG einn eða fleiri leiðbeinendur hafa verið valdir fyrir tilboðið.
Nafn tilboðs Hafið eins lýsandi og kostur er.
Stutt lýsing Er fyrsti textinn sem kemur upp í leitinni. Stutt og hnitmiðuð lýsing á hreyfitilboðinu.
Lengri lýsing Valbundið að skrá. Hér er hægt að gefa nánari lýsingu og aðrar upplýsingar sem geta nýst notendum að velja hreyfingu við hæfi.
DÆMI:
* Skýra áreynslustigið betur, hvað er verið að gera á æfingum. Getur t.d. skipt máli hvort verið er að setjast/leggjast niður og standa upp, hoppa, hlaupa, taka upp/bera þyndir o.s.frv.
* Skýra verðið betur, hvað er innifalið.
Tegund hreyfingar Eru flokkarnir sem notendur geta valið í leitarvélinni á forsíðu. Velja má einn eða fleiri flokka. Setjið ykkur í spor notenda og varist að velja flokka sem eiga augljóslega ekki við.
 Áreynslustig Einstaklingar eru misjafnlega í stakk búnir til að stunda ólíka hreyfingu og upplifa og túlka áreynslu með mismunandi hætti. Þannig er getur hreyfing sem reynist einum létt reynst öðrum erfið, hvort sem líkamleg geta er sambærileg eða ekki. Það er því æskilegt að gera nánar grein fyrir æfingunum og þeirri áreynslu sem má vænta í lýsingu tilboðs.
Hafið eftirfarandi að leiðarljósi þegar þið veljið flokk/flokka fyrir áreynslu:
Létt
Fyrir einstaklinga sem treysta sér og hafa getu til að stunda einfalda, létta/rólega hreyfingu. Dæmi: ganga, sundleikfimi.
Meðal
Fyrir einstaklinga sem treysta sér og hafa getu til að stunda almenna hreyfingu sem reynir nokkuð á. Dæmi: röskleg ganga, skokk.
Erfitt
Fyrir einstaklinga sem treysta sér og hafa getu til að stunda hreyfingu sem reynir mikið á. Dæmi: fjallganga, hlaup.
Æskilegt er að nota Lengri lýsing til að skýra áreynslustigið betur s.s. hvað er verið að gera á æfingum.
 Tímasetningar Til að auðvelda notendum Hreyfitorgs leitina er lögð áhersla á að upplýsingar um hreyfitilboð og annað séu uppfærðar reglulega. Það er því ekki heimilt að skrá tilboð meira en 6 mánuði fram í tímann.
 Skráningar krafist Veljið ef við á. Þegar skráningu er lokið sjá notendur staðlaða athugasemd sem birtist sjálfkrafa.
 Tilboð hefst/lýkur Þegar hreyfitilboði er lokið verður það óvirkt og ekki lengur sýnilegt á Hreyfitorgi.
Endurtekningar/
vikudagar
Veljið ef æfingar eru alltaf á sömu dögum og sama tíma. Ef staðsetning er mismunandi eftir dögum má skrá það í athugasemdir.
 Stakar dagsetningar Veljið ef dagsetningar eru breytilegar.
 Verð Athugið að nota lýsingu tilboðs til að skýra nánar ef þörf krefur.
 Leiðbeinendur Veljið einn eða fleiri leiðbeinendur sem tengjast þessu hreyfitilboði (sjá skref 2, Skráning leiðbeinenda). Tilboðið verður ekki virk fyrr en búið er að velja leiðbeinendur.  
  • Ef hreyfitilboðið er tilbúið til birtingar á vefnum, veljið þá VIRKT TILBOÐ, efst á síðunni. Ef hreyfitilboðið er ekki tilbúið til birtingar má hafa það óvirkt (ósýnilegt á vefnum) þangað til það er tilbúið.
  • Smellið á VISTA.

Athugið

  • Hreyfitilboð birtast ekki á vefnum nema leiðbeinandi hafi verið valinn OG hakað sé við VIRKT TILBOÐ.
  • Mögulegt er að létta sér sporin og byggja nýtt hreyfitilboð á eldra tilboði með því að velja hnappinn AFRITA við upprunalega tilboðið (sjá yfirlit yfir skráð hreyfitilboð þjónustuaðila á heimasvæði). Einnig má eyða úreltum tilboðum út af heimasvæðinu ef þau verða ekki notuð frekar.

4.    Fleiri tengiliðir
Tengiliðir sjá um að skrá inn hreyfitilboð og aðrar aðgerðir á heimasvæði þjónustuaðila á Hreyfitorgi. Ef þörf krefur er hægt að veita fleiri tengiliðum aðgang að svæðinu.

  • Veljið Tengiliðir í stikunni vinstra megin og smellið á SKRÁ TENGILIÐ.
  • Fyllið inn umbeðnar upplýsingar og veljið VISTA.
  • Endurtakið ef þið viljið bæta fleiri tengiliðum við.

5.    Grunnupplýsingar þjónustuaðila
Tengiliðir geta uppfært grunnupplýsingar um þjónustuaðila á heimasvæðinu t.d. ef breytingar eru á heimilisfangi eða símanúmeri.

  • Veljið Grunnupplýsingar í stikunni vinstra megin og gerið þær breytingar sem þörf er á.

 Ef vandamál koma upp, sendið þá póst á hreyfitorg@isi.is eða hringið í síma 514 4000.